Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 14:02 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum Eins og fram kom í gær fékk sóttvarnarlæknir tilkynningu frá Landspítalanum í gær vegna manns sem greindist með mislinga. Hann fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við fréttastofu að hugsanlega hafi fjöldi manns verið útsettur fyrir smiti. Unnið sé að smitrakningu. Guðrún segist ekki hafa upplýsingar um heilsu mannsins. „Okkar hlutverk er að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu af þessu og grípa þá til ráðstafana sem er hægt að gera. Og við ætlum líka að taka stöðuna auðvitað með bólusetningar því það er aðal forvörnin og besta vörnin gegn þessu og getur komið í veg fyrir dreifingu á smiti ef þau mál eru í góðum horfum.“ Þátttakan í bólusetningum dalað Fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnarlækni sem barst fjölmiðlum í gær að ekki sé til staðar hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. „Það þýðir það að almenn þátttaka í bólusetningum er komin niður fyrir það mark sem þarf til þess að hindra það að veiran geti dreifst í samfélaginu,“ segir Guðrún. „Þannig það eru nógu margir þá sem eru næmir þannig að veiran geti farið á milli og af því að mislingar eru svo smitandi þá getur hver einstaklingur sem smitast og getur þá smitað aðra, sem eru næmir, getur smitað mjög marga.“ Guðrún segir að þátttaka í bólusetningum gegn mislinga meðal barna árið 2022 hafi verið um níutíu prósent. Langflest börn fái bólusetninguna en lítill hluti hefur ekki fengið hana. Hún segir að þörf sé á háu hlutfalli fyrir gott ónæmi í samfélaginu. Hafið þið áhyggjur af því að þetta geti raunverulega náð að dreifa sér? „Já, við höfum áhyggjur af því. Það gerðist hérna 2019 að þá varð svolítil dreifing, sem betur fer ekki mikil en þá komu nokkrir aðilar með mislinga erlendis frá og frá einu tilfelli dreifðist það til annarra en sem betur fer ekki frá hinum. Þá var gripið til bólusetningaátaks, þá voru um 7000 manns bólusettir og það varð ekki frekari dreifing þá.“ Ekki of seint að bólusetja útsetta Þá er fólki bent á í tilkynningu sóttvarnalæknis að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Guðrún segir mikilvægt að huga að bólusetningu telji einhver sig hafa verið útsettan. „Þeir sem eru bólusettir eru mjög ólíklegir til þess að smitast. Jafnvel þó þeir smitist þá verða einkennin yfirleitt mjög væg en óbólusettir eru í hættu á því að smitast og verða veikir og það er það fólk sem við erum að hugsa um,“ segir Guðrún. „Og ef óbólusettur einstaklingur hefur verið útsettur fyrir smitandi aðila þá hefur maður nokkra daga til að bólusetja og það getur veitt vörn, þó það sé gert svona eftir á en bara í nokkra daga. Þeir sem ekki hafa verið útsettir en eru óbólusettir, þeir ættu líka að huga að sinni bólusetningu en það liggur ekki á.“ Mjög smitandi Guðrún segir mislinga mörgum sinnum meira smitandi en Covid sjúkdómurinn, sem flestir kannist við. Hann smitist á svipaðan hátt, um sé að ræða öndunarfærasmit. „Og smitast þá með hósta og hnerra. Minni líkur á einhverri snertingu við sjúkling en mislingaveiran getur verið í loftinu í svolítinn tíma. Og berst lengra þannig að hún er þess vegna mjög smitandi.“ Hver eru helstu einkennin? „Það eru oft einkenni sem koma aðeins á undan, eins og nefrennsli, hiti og jafnvel hósti og höfuðverkur. Börn fá jafnvel niðurgang. Svo koma þessi dæmigerðu útbrot sem einkenna mislinga. En það er kannski ekki fyrr en svona á þriðja degi. Og síðan eru þau yfirleitt í nokkra daga og þá fer sjúkdómurinn að rena.“ Guðrún segir að vel verði fylgst með stöðunni næstu daga. Sérstaklega verði hugað að mæta eftirspurn eftir bólusetningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eins og fram kom í gær fékk sóttvarnarlæknir tilkynningu frá Landspítalanum í gær vegna manns sem greindist með mislinga. Hann fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við fréttastofu að hugsanlega hafi fjöldi manns verið útsettur fyrir smiti. Unnið sé að smitrakningu. Guðrún segist ekki hafa upplýsingar um heilsu mannsins. „Okkar hlutverk er að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu af þessu og grípa þá til ráðstafana sem er hægt að gera. Og við ætlum líka að taka stöðuna auðvitað með bólusetningar því það er aðal forvörnin og besta vörnin gegn þessu og getur komið í veg fyrir dreifingu á smiti ef þau mál eru í góðum horfum.“ Þátttakan í bólusetningum dalað Fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnarlækni sem barst fjölmiðlum í gær að ekki sé til staðar hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. „Það þýðir það að almenn þátttaka í bólusetningum er komin niður fyrir það mark sem þarf til þess að hindra það að veiran geti dreifst í samfélaginu,“ segir Guðrún. „Þannig það eru nógu margir þá sem eru næmir þannig að veiran geti farið á milli og af því að mislingar eru svo smitandi þá getur hver einstaklingur sem smitast og getur þá smitað aðra, sem eru næmir, getur smitað mjög marga.“ Guðrún segir að þátttaka í bólusetningum gegn mislinga meðal barna árið 2022 hafi verið um níutíu prósent. Langflest börn fái bólusetninguna en lítill hluti hefur ekki fengið hana. Hún segir að þörf sé á háu hlutfalli fyrir gott ónæmi í samfélaginu. Hafið þið áhyggjur af því að þetta geti raunverulega náð að dreifa sér? „Já, við höfum áhyggjur af því. Það gerðist hérna 2019 að þá varð svolítil dreifing, sem betur fer ekki mikil en þá komu nokkrir aðilar með mislinga erlendis frá og frá einu tilfelli dreifðist það til annarra en sem betur fer ekki frá hinum. Þá var gripið til bólusetningaátaks, þá voru um 7000 manns bólusettir og það varð ekki frekari dreifing þá.“ Ekki of seint að bólusetja útsetta Þá er fólki bent á í tilkynningu sóttvarnalæknis að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Guðrún segir mikilvægt að huga að bólusetningu telji einhver sig hafa verið útsettan. „Þeir sem eru bólusettir eru mjög ólíklegir til þess að smitast. Jafnvel þó þeir smitist þá verða einkennin yfirleitt mjög væg en óbólusettir eru í hættu á því að smitast og verða veikir og það er það fólk sem við erum að hugsa um,“ segir Guðrún. „Og ef óbólusettur einstaklingur hefur verið útsettur fyrir smitandi aðila þá hefur maður nokkra daga til að bólusetja og það getur veitt vörn, þó það sé gert svona eftir á en bara í nokkra daga. Þeir sem ekki hafa verið útsettir en eru óbólusettir, þeir ættu líka að huga að sinni bólusetningu en það liggur ekki á.“ Mjög smitandi Guðrún segir mislinga mörgum sinnum meira smitandi en Covid sjúkdómurinn, sem flestir kannist við. Hann smitist á svipaðan hátt, um sé að ræða öndunarfærasmit. „Og smitast þá með hósta og hnerra. Minni líkur á einhverri snertingu við sjúkling en mislingaveiran getur verið í loftinu í svolítinn tíma. Og berst lengra þannig að hún er þess vegna mjög smitandi.“ Hver eru helstu einkennin? „Það eru oft einkenni sem koma aðeins á undan, eins og nefrennsli, hiti og jafnvel hósti og höfuðverkur. Börn fá jafnvel niðurgang. Svo koma þessi dæmigerðu útbrot sem einkenna mislinga. En það er kannski ekki fyrr en svona á þriðja degi. Og síðan eru þau yfirleitt í nokkra daga og þá fer sjúkdómurinn að rena.“ Guðrún segir að vel verði fylgst með stöðunni næstu daga. Sérstaklega verði hugað að mæta eftirspurn eftir bólusetningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira