Littler svarar Van Gerwen: „Kominn í deild stóru strákanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 16:31 Keppendurnir átta sem taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti (frá vinstri): Peter Wright, Rob Cross, Nathan Aspinall, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Michael Smith, Gerwyn Price og Luke Littler. getty/David Davies Píluungstirnið Luke Littler gaf lítið fyrir skot Michaels van Gerwen og svaraði Hollendingnum fullum hálsi. Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira