Innherji

Breskur eigna­stýringar­risi byggir upp stöðu í Ocu­lis

Hörður Ægisson skrifar
Oculis er skráð í kauphöll Nasdaq í Bandaríkjunum og er að stórum hluta meðal annars í eigu íslenskra fjárfesta.
Oculis er skráð í kauphöll Nasdaq í Bandaríkjunum og er að stórum hluta meðal annars í eigu íslenskra fjárfesta.

Breska eignarstýringarfélagið Standard Life Aberdeen er komið í hóp stærri hluthafa augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum og skráð á markað vestanhafs, eftir að hafa byggt upp stöðu í félaginu undir lok síðasta árs. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um nærri fimmtán prósent frá áramótum.


Tengdar fréttir

Oculis klárar hlutafjárútboð upp á nærri sex milljarða

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið.  

Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq

Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×