Afturelding fær Aron frá Brann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 15:31 Aron Jónsson hefur búið undanfarin þrettán ár í Noregi. @aftureldingknattspyrna Lengjudeildarlið Aftureldingar hefur styrkt sig fyrir átökin í sumar en félagið hefur samið við nítján ára varnarmann. Sá heitir Aron Jónsson, er íslenskur og skrifar undir eins árs samning við Aftureldingu. Aron hefur samt búið í Noregi frá sex ára aldri og undanfarin ár verið á mála hjá stórliði Brann. Síðastliðið tímabil var hann fastamaður í varaliði Brann sem leikur í norsku C-deildinni en árið áður vann hann D-deildina með liðinu. Aron á einnig einn leik að baki með aðalliði Brann sem og tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands. Aron æfði með Aftureldingu í byrjun árs og skoraði í 3-1 sigri á HK í Þungavigtarbikarnum en hann er nú formlega genginn til liðs við Aftureldingu. „Mér líst mjög vel á að vera kominn í Aftureldingu. Hópurinn góður og þetta er flott þjálfarateymi. Afturelding er að spila skemmtilegan bolta sem mér finnst ég passa vel inn í. Markmiðin hjá Aftureldingu eru skýr fyrir sumarið og ég hef fulla trú á okkur. Fyrstu dagarnir í Mosó hafa verið viðburðaríkir. Nóg að gera og mikið að segja sig inn í. Hér hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Að lokum bindi ég miklar vonir fyrir góðri stemningu á leikjunum í sumar og vona að sem flestir mæti á leikina hjá okkur. Áfram Afturelding,“ sagði Aron í viðtali við miðla Aftureldingar. „Aron stóð sig vel þegar hann var hjá okkur í byrjun árs og það er fagnaðarefni að hann sé genginn til liðs við Aftureldingu. Aron er með fína leikreynslu að baki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hann hefur alla burði til að taka áfram miklum framförum hér í Mosfellsbæ,“ er haft eftir Magnúsi Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Sá heitir Aron Jónsson, er íslenskur og skrifar undir eins árs samning við Aftureldingu. Aron hefur samt búið í Noregi frá sex ára aldri og undanfarin ár verið á mála hjá stórliði Brann. Síðastliðið tímabil var hann fastamaður í varaliði Brann sem leikur í norsku C-deildinni en árið áður vann hann D-deildina með liðinu. Aron á einnig einn leik að baki með aðalliði Brann sem og tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands. Aron æfði með Aftureldingu í byrjun árs og skoraði í 3-1 sigri á HK í Þungavigtarbikarnum en hann er nú formlega genginn til liðs við Aftureldingu. „Mér líst mjög vel á að vera kominn í Aftureldingu. Hópurinn góður og þetta er flott þjálfarateymi. Afturelding er að spila skemmtilegan bolta sem mér finnst ég passa vel inn í. Markmiðin hjá Aftureldingu eru skýr fyrir sumarið og ég hef fulla trú á okkur. Fyrstu dagarnir í Mosó hafa verið viðburðaríkir. Nóg að gera og mikið að segja sig inn í. Hér hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Að lokum bindi ég miklar vonir fyrir góðri stemningu á leikjunum í sumar og vona að sem flestir mæti á leikina hjá okkur. Áfram Afturelding,“ sagði Aron í viðtali við miðla Aftureldingar. „Aron stóð sig vel þegar hann var hjá okkur í byrjun árs og það er fagnaðarefni að hann sé genginn til liðs við Aftureldingu. Aron er með fína leikreynslu að baki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hann hefur alla burði til að taka áfram miklum framförum hér í Mosfellsbæ,“ er haft eftir Magnúsi Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna)
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira