Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 10:32 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mjög jákvætt í baráttunni gegn verðbólgunni að IKEA hafi ákveðið að lækka vöruverð varanlega út árið um tæp sex prósent og BYKO ákveðið að frysta verð hjá sér í sex mánuði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13