Bjarni segir ekki hafa verið gerlegt að kanna hæfi hans gagnvart kaupendum Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 19:20 Bjarni Benediktsson segir ekki hafa verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda við sölu hlutar í Íslandsbanka 2022. Stöð 2/Arnar Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að beiðni þingflokksformanns Pírata til að svara fyrir aðkomu hans sem fjármálaráðherra að umdeildri sölu á hlut í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Fyrirtæki í eigu föður hans var meðal kaupenda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hafi brostið hæfi við söluna. Ekki hafi verið farið að almennum hæfisreglum gagnvart honum og þeim sem buðu í og fengu hluti í bankanum. Á fundinum sagði Bjarni það hafa legið fyrir gagnvart Alþingi að við þá aðferð sem notuð var við söluna hafi ekki verið hægt að framfylgja skoðun á hæfi fjármálaráðherra gagnvart hverjum og einum sem bauð í hlutina. Umboðsmaður hafi nefnt að ef til vill hefði þurft að breyta lögum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði dagskrá fundarins ekki hafa verið breytt eins og Bjarni gaf í skyn á fundinum.Stöð 2/Arnar Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði að sér þætti að fram væri að koma enn ein túlkunin á söluferlinu hvað varðaði Alþingi. „Er hæstvirtur ráðherra að halda því fram að hæfisreglurnar eigi ekki við eða það hafi ekki verið hægt að fara eftir þeim. Ég er bara að reyna að skilja þetta af því að við vitum öll og það liggur auðvitað fyrir að hæfisreglurnar eiga alltaf við,“ sagði Þórunn. Bjarni segir vissa hættu á að nefndin freistist til að fara í pólitískan skollaleik. Það hafi vottað fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Bjarni var ekki sáttur við hvernig nefndarmenn nálguðust málið á fundinumStöð 2/Vísir Finnst þér þetta hafa borið merki einhvers konar pólitískra réttarhalda? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. En mér fannst margt af því sem spurt var um vera án tilefnis. Það var ekki ríkt tilefni til að kalla mig til þingsins til að spyrja þessara spurninga. Flestu þessa hefur verið svarað í skriflegum gögnum sem eru aðgengileg fyrir þessa þingmenn,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi að loknum fundi. Þórhildur Sunna segir einmitt að skrifleg gögn frá fjármálaráðuneytinu sýni ekki fram á að Bjarni hafi fengið ráðgjöf um að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans við söluna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir Bjarna reyna að kenna Alþingi um þau mistök sem hann hafi gert við söluna á Íslandsbanka í mars 2022.Stöð 2/Arnar „Auðvitað snýr þetta álit umboðsmanns að hans ákvörðunum. Hvernig hann stóð við sínar stjórnunar- og eftirlitsskyldur og að hann hafi brugðist þeim. Þannig að þetta er ekki spurning um hvort að þingið hafi gert einhverjar athugasemdir við hvort ráðherra bæri að fara að lögum eða ekki. Auðvitað hlýtur þingið að hafa gengið út frá því að ráðherra myndi fara að lögum þegar hann seldi banka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hér má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Hér má sjá viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur í heild sinni: Hér má sjá fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í heild sinni: Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02 Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni Benediktsson mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að beiðni þingflokksformanns Pírata til að svara fyrir aðkomu hans sem fjármálaráðherra að umdeildri sölu á hlut í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Fyrirtæki í eigu föður hans var meðal kaupenda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hafi brostið hæfi við söluna. Ekki hafi verið farið að almennum hæfisreglum gagnvart honum og þeim sem buðu í og fengu hluti í bankanum. Á fundinum sagði Bjarni það hafa legið fyrir gagnvart Alþingi að við þá aðferð sem notuð var við söluna hafi ekki verið hægt að framfylgja skoðun á hæfi fjármálaráðherra gagnvart hverjum og einum sem bauð í hlutina. Umboðsmaður hafi nefnt að ef til vill hefði þurft að breyta lögum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði dagskrá fundarins ekki hafa verið breytt eins og Bjarni gaf í skyn á fundinum.Stöð 2/Arnar Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði að sér þætti að fram væri að koma enn ein túlkunin á söluferlinu hvað varðaði Alþingi. „Er hæstvirtur ráðherra að halda því fram að hæfisreglurnar eigi ekki við eða það hafi ekki verið hægt að fara eftir þeim. Ég er bara að reyna að skilja þetta af því að við vitum öll og það liggur auðvitað fyrir að hæfisreglurnar eiga alltaf við,“ sagði Þórunn. Bjarni segir vissa hættu á að nefndin freistist til að fara í pólitískan skollaleik. Það hafi vottað fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Bjarni var ekki sáttur við hvernig nefndarmenn nálguðust málið á fundinumStöð 2/Vísir Finnst þér þetta hafa borið merki einhvers konar pólitískra réttarhalda? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. En mér fannst margt af því sem spurt var um vera án tilefnis. Það var ekki ríkt tilefni til að kalla mig til þingsins til að spyrja þessara spurninga. Flestu þessa hefur verið svarað í skriflegum gögnum sem eru aðgengileg fyrir þessa þingmenn,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi að loknum fundi. Þórhildur Sunna segir einmitt að skrifleg gögn frá fjármálaráðuneytinu sýni ekki fram á að Bjarni hafi fengið ráðgjöf um að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans við söluna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir Bjarna reyna að kenna Alþingi um þau mistök sem hann hafi gert við söluna á Íslandsbanka í mars 2022.Stöð 2/Arnar „Auðvitað snýr þetta álit umboðsmanns að hans ákvörðunum. Hvernig hann stóð við sínar stjórnunar- og eftirlitsskyldur og að hann hafi brugðist þeim. Þannig að þetta er ekki spurning um hvort að þingið hafi gert einhverjar athugasemdir við hvort ráðherra bæri að fara að lögum eða ekki. Auðvitað hlýtur þingið að hafa gengið út frá því að ráðherra myndi fara að lögum þegar hann seldi banka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hér má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Hér má sjá viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur í heild sinni: Hér má sjá fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í heild sinni:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02 Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47