Leikurinn gegn Portúgal opnaði dyr inn í ensku úrvalsdeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 07:30 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Íslands og Portúgal ytra í nóvember á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Hákon Rafn Valdimarsson stefnir á að koma sér eins fljótt og hann getur í liðið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira
Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira