Framsóknarmenn undirbúa listaverk um einvígi aldarinnar Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 10:58 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um skák. Vísir/Magnús Hlynur Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31