Gamall liðsfélagi Ívars og Brynjars tók við á miðju móti og sló út meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 14:30 Leikmenn Fílabeinsstrandarinnar fagna sigrinum í gær. AP/Themba Hadebe Emerse Faé fékk það krefjandi verkefni að taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar á miðju Afríkumóti. Það er óhætt að segja að hann hafi byrjað landsliðsþjálfaraferilinn á eftirminnilegan hátt. Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira