Bjarni býður sig fram til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 08:08 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira