„Ég er á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 12:00 Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur verið að gera mjög góða hluti í sundinu. SSÍ Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom heim til Íslands til að keppa á Reykjavikurleikunum um síðustu helgi en hún stundar nám og æfingar út í Danmörku. Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Sund Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Sjá meira
Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Sund Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Sjá meira