Óvissustigt var í gildi í morgun og varað við að henni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Klukkan 13:06 var henni lokað en hún opnuð að nýju klukkan 15:12.
Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé skánandi veðri seinni partinn. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og í Breiðafirði. Suðvestanhríð með dimmum éljum og og snjóþekju á vegum hefur verið spáð.