Segja að mark Prandi hafi aldrei átt að standa: „Algjör skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2024 09:02 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem kom Frökkum í framlengingu. Þó eru ekki allir sammála um að markið hafi átt að standa. Lars Baron/Getty Images Sænskir handboltaunnendur eru í sárum eftir að Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira