Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 16:35 Ómar R. Valdimarsson við dómsupphvaðningu í Bankastræti Club-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms. Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms.
Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira