Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 11:33 Vagnstjórar Strætó lentu í vandræðum í hálku í gær eins og aðrir ökumenn. Myndin er tekin á Miklubraut í átt að Ártúnsbrekku. Myndir/Stefán Freyr Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“ Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“
Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00