Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:00 María Björk festist í lyftu á heimili sínu í rafmagnsleysinu í Reykjavík í dag. Aðsend María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira