Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:31 Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“ Veður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjá meira
Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“
Veður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjá meira