Innbrotum fækkaði í desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 11:54 Innbrotum fækkaði nokkuð í mánuðinum en fíkniefnalagabrotum fjölgaði. Vísir/Vilhelm Færri tilkynningar bárust til lögreglu vegna innbrota og þjófnaðar í desember en mánuðinn á undan. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls bárust 745 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. Rúmlega helmingur brotanna var með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær til miðborgar, vesturbæjar, Seltjarnarness, Háaleitishverfis, Hlíða og Laugardals. Þá bárust 134 tilkynningar um ofbeldisbrot í desember og fækkaði þeim örlítið milli mánaða. Tilkynningarnar fóru úr 76 í nóvember í 71 tilkynningu í desember. Fram kemur í tilkynningunni að það sem af er ári hafi borist um fjögur prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í desember voru 17 tilvik skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan samræmdar skráningar í lögreglukefi hófust. Þá barst lögreglunni á svæðinu 21 tilkynning um kynferðisbrot í desember, um 12 þeirra voru vegna brota sem áttu sér stað í sama mánuði. Tuttugu og þrját beiðnir bárust um leit að börnum og ungmennum í desember. Þá segir að það sem af er ári hafi borist um 29 prósent fleiri leitarbeiðnir en bárust að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði einnig nokkuð og voru fimm stórfelld fíkniefnabrot skráð í desember. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði þá milli mánaða og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölmennt í fangageymslu í nótt Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. 25. janúar 2024 06:42 Lögreglumönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“. 25. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Rúmlega helmingur brotanna var með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær til miðborgar, vesturbæjar, Seltjarnarness, Háaleitishverfis, Hlíða og Laugardals. Þá bárust 134 tilkynningar um ofbeldisbrot í desember og fækkaði þeim örlítið milli mánaða. Tilkynningarnar fóru úr 76 í nóvember í 71 tilkynningu í desember. Fram kemur í tilkynningunni að það sem af er ári hafi borist um fjögur prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í desember voru 17 tilvik skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan samræmdar skráningar í lögreglukefi hófust. Þá barst lögreglunni á svæðinu 21 tilkynning um kynferðisbrot í desember, um 12 þeirra voru vegna brota sem áttu sér stað í sama mánuði. Tuttugu og þrját beiðnir bárust um leit að börnum og ungmennum í desember. Þá segir að það sem af er ári hafi borist um 29 prósent fleiri leitarbeiðnir en bárust að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði einnig nokkuð og voru fimm stórfelld fíkniefnabrot skráð í desember. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði þá milli mánaða og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölmennt í fangageymslu í nótt Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. 25. janúar 2024 06:42 Lögreglumönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“. 25. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Fjölmennt í fangageymslu í nótt Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. 25. janúar 2024 06:42
Lögreglumönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“. 25. janúar 2024 06:37