Fór í Val til að vinna titla: „Æfa á atvinnumannatíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 09:01 Jónatan Ingi Jónsson er spenntur fyrir komandi sumri hjá Val. Vísir/Arnar Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og samdi við Valsmenn. Hann er uppalinn hjá FH og spilaði fjögur tímabil með meistaraflokki FH áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2021 tímabilið. Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira