Það var miðvörðurinn Yali Dellahi sem tryggði Máritaníu óvæntan 1-0 sigur gegn Alsír í kvöld með marki á 37. mínútu leiksins. Úrslitin þýða að Máritanía endar í þriðja sæti D-riðils með þrjú stig og fer áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti, en Alsíringar enda í fjórða sæti riðilsins með tvö stig og eru úr leik.
Á sama tíma mættust Angóla og Búrkína Fasó í úrslitaleik um efsta sæti D-riðils þar sem Angóla hafði betur, 2-0. Mabululu og Zini sáu um markaskorun Angóla og liðið endar því í efsta sæti D-riðils með sjö stig, en Búrkína Fasó í öðru sæti með fjögur stig.