Ótrúleg endurkoma kom Kamerún í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 19:09 Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á dramatískan hátt. MB Media/Getty Images Senegal tryggði sér sigur í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta með 2-0 sigri gegn Gíneu í kvöld. Á sama tíma vann Kamerún dramatískan 3-2 sigur gegn Gambíu og tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira