Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 18:48 Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum að hún myndi gegna störfum Svandísar á meðan hún væri fjarverandi vegna veikindaleyfi. Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09
Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46