Björgvin Páll: „Léttir í bland við geðshræringu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 16:38 Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins í kvöld gegn Króatíu enda stórkostlegur. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik og var valinn besti maður vallarins í 35-30 sigri Íslands gegn Króatíu. Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði leikinn en fór útaf eftir um tíu mínútur eftir að hafa ekki varið fyrstu átta skot Króata. „Mér líður bara rosa vel, þetta var rosa fallegur sigur, mikil orka í þessu. Það er ekkert grín að tveir leikmenn liggi veikir upp á herbergi, einn fær rautt og einn meiðist. Að skila sigri í hús þrátt fyrir það er bara frábært“ sagði Björgvin strax að leik loknum. Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti fljótt fjórum mörkum undir, 8-4, þá hafði Viktor Gísli ekki varið eitt skot og Björgvin kom inn í hans stað. „Það sýnir bara styrk, lendum fjórum mörkum undir, komum til baka. Hornamennirnir okkar ekkert eðlilega miklir töffarar þó þeir klúðri einhverjum skotum, Bjarki klikkar á þremur röð, skiptir engu máli. Kemur bara aftur inn og skoraði. Óðinn kemur inn eftir brösulega byrjun á mótinu, hendir bara tveimur aftur fyrir sig, það sýnir hvað þessir gæjar eru miklir töffarar. Geggjað að vera hluti af þessu liði.“ Björgvin endaði með 12 varin skot í leiknum og var verðskuldað valinn besti maður leiksins. Splendid demonstration from Iceland 👏👏𝙂𝙧𝙪𝙣𝙙𝙛𝙤𝙨 𝙋𝙡𝙖𝙮𝙚𝙧 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝙈𝙖𝙩𝙘𝙝 ⭐️ Björgvin Pall Gustavsson ⭐️#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/yhg7tA4qOz— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Hann sagðist gleðjast yfir eigin frammistöðu en gaf Viktori Gísla mikið hrós fyrir sína frammistöðu hingað til. „Ég er hérna til að spila, auðvitað er ég tilbúinn að bakka Viktor upp af bekknum. Hann er búinn að vera frábær og okkar besti markmaður. “ Björgvin átti frábæran kafla undir lok leiks á sama tíma og sóknarleikur Íslands small saman og liðið skoraði sex mörk í röð. „[Mér leið] bara ógeðslega vel, þetta var léttir í bland við geðshræringu. Það opnaðist eldjfall hjá okkur, þetta var eldfjall sem við vildum sjá opnast. Ég var bara í spennufalli með nokkrar mínútur eftir, búinn að eyða rosa orku í þetta. Það er svo mikill vilji, mikið hjarta í þessu hóp.“ Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað 10 leikjum og einu sinni náð jafntefli. „Ég frétti það einmitt að það hefði gengið illa [að vinna Króata]. Þetta er rosaleg handboltaþjóð og það erfitt að kæfa þá, þeir koma alltaf aftur en við náðum því. Það sýnir ansi mikinn styrk“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál Viðtalið allt við Björgvin Pál má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
„Mér líður bara rosa vel, þetta var rosa fallegur sigur, mikil orka í þessu. Það er ekkert grín að tveir leikmenn liggi veikir upp á herbergi, einn fær rautt og einn meiðist. Að skila sigri í hús þrátt fyrir það er bara frábært“ sagði Björgvin strax að leik loknum. Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti fljótt fjórum mörkum undir, 8-4, þá hafði Viktor Gísli ekki varið eitt skot og Björgvin kom inn í hans stað. „Það sýnir bara styrk, lendum fjórum mörkum undir, komum til baka. Hornamennirnir okkar ekkert eðlilega miklir töffarar þó þeir klúðri einhverjum skotum, Bjarki klikkar á þremur röð, skiptir engu máli. Kemur bara aftur inn og skoraði. Óðinn kemur inn eftir brösulega byrjun á mótinu, hendir bara tveimur aftur fyrir sig, það sýnir hvað þessir gæjar eru miklir töffarar. Geggjað að vera hluti af þessu liði.“ Björgvin endaði með 12 varin skot í leiknum og var verðskuldað valinn besti maður leiksins. Splendid demonstration from Iceland 👏👏𝙂𝙧𝙪𝙣𝙙𝙛𝙤𝙨 𝙋𝙡𝙖𝙮𝙚𝙧 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝙈𝙖𝙩𝙘𝙝 ⭐️ Björgvin Pall Gustavsson ⭐️#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/yhg7tA4qOz— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Hann sagðist gleðjast yfir eigin frammistöðu en gaf Viktori Gísla mikið hrós fyrir sína frammistöðu hingað til. „Ég er hérna til að spila, auðvitað er ég tilbúinn að bakka Viktor upp af bekknum. Hann er búinn að vera frábær og okkar besti markmaður. “ Björgvin átti frábæran kafla undir lok leiks á sama tíma og sóknarleikur Íslands small saman og liðið skoraði sex mörk í röð. „[Mér leið] bara ógeðslega vel, þetta var léttir í bland við geðshræringu. Það opnaðist eldjfall hjá okkur, þetta var eldfjall sem við vildum sjá opnast. Ég var bara í spennufalli með nokkrar mínútur eftir, búinn að eyða rosa orku í þetta. Það er svo mikill vilji, mikið hjarta í þessu hóp.“ Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað 10 leikjum og einu sinni náð jafntefli. „Ég frétti það einmitt að það hefði gengið illa [að vinna Króata]. Þetta er rosaleg handboltaþjóð og það erfitt að kæfa þá, þeir koma alltaf aftur en við náðum því. Það sýnir ansi mikinn styrk“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál Viðtalið allt við Björgvin Pál má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00