Björgvin Páll: „Léttir í bland við geðshræringu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 16:38 Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins í kvöld gegn Króatíu enda stórkostlegur. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik og var valinn besti maður vallarins í 35-30 sigri Íslands gegn Króatíu. Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði leikinn en fór útaf eftir um tíu mínútur eftir að hafa ekki varið fyrstu átta skot Króata. „Mér líður bara rosa vel, þetta var rosa fallegur sigur, mikil orka í þessu. Það er ekkert grín að tveir leikmenn liggi veikir upp á herbergi, einn fær rautt og einn meiðist. Að skila sigri í hús þrátt fyrir það er bara frábært“ sagði Björgvin strax að leik loknum. Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti fljótt fjórum mörkum undir, 8-4, þá hafði Viktor Gísli ekki varið eitt skot og Björgvin kom inn í hans stað. „Það sýnir bara styrk, lendum fjórum mörkum undir, komum til baka. Hornamennirnir okkar ekkert eðlilega miklir töffarar þó þeir klúðri einhverjum skotum, Bjarki klikkar á þremur röð, skiptir engu máli. Kemur bara aftur inn og skoraði. Óðinn kemur inn eftir brösulega byrjun á mótinu, hendir bara tveimur aftur fyrir sig, það sýnir hvað þessir gæjar eru miklir töffarar. Geggjað að vera hluti af þessu liði.“ Björgvin endaði með 12 varin skot í leiknum og var verðskuldað valinn besti maður leiksins. Splendid demonstration from Iceland 👏👏𝙂𝙧𝙪𝙣𝙙𝙛𝙤𝙨 𝙋𝙡𝙖𝙮𝙚𝙧 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝙈𝙖𝙩𝙘𝙝 ⭐️ Björgvin Pall Gustavsson ⭐️#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/yhg7tA4qOz— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Hann sagðist gleðjast yfir eigin frammistöðu en gaf Viktori Gísla mikið hrós fyrir sína frammistöðu hingað til. „Ég er hérna til að spila, auðvitað er ég tilbúinn að bakka Viktor upp af bekknum. Hann er búinn að vera frábær og okkar besti markmaður. “ Björgvin átti frábæran kafla undir lok leiks á sama tíma og sóknarleikur Íslands small saman og liðið skoraði sex mörk í röð. „[Mér leið] bara ógeðslega vel, þetta var léttir í bland við geðshræringu. Það opnaðist eldjfall hjá okkur, þetta var eldfjall sem við vildum sjá opnast. Ég var bara í spennufalli með nokkrar mínútur eftir, búinn að eyða rosa orku í þetta. Það er svo mikill vilji, mikið hjarta í þessu hóp.“ Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað 10 leikjum og einu sinni náð jafntefli. „Ég frétti það einmitt að það hefði gengið illa [að vinna Króata]. Þetta er rosaleg handboltaþjóð og það erfitt að kæfa þá, þeir koma alltaf aftur en við náðum því. Það sýnir ansi mikinn styrk“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál Viðtalið allt við Björgvin Pál má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
„Mér líður bara rosa vel, þetta var rosa fallegur sigur, mikil orka í þessu. Það er ekkert grín að tveir leikmenn liggi veikir upp á herbergi, einn fær rautt og einn meiðist. Að skila sigri í hús þrátt fyrir það er bara frábært“ sagði Björgvin strax að leik loknum. Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti fljótt fjórum mörkum undir, 8-4, þá hafði Viktor Gísli ekki varið eitt skot og Björgvin kom inn í hans stað. „Það sýnir bara styrk, lendum fjórum mörkum undir, komum til baka. Hornamennirnir okkar ekkert eðlilega miklir töffarar þó þeir klúðri einhverjum skotum, Bjarki klikkar á þremur röð, skiptir engu máli. Kemur bara aftur inn og skoraði. Óðinn kemur inn eftir brösulega byrjun á mótinu, hendir bara tveimur aftur fyrir sig, það sýnir hvað þessir gæjar eru miklir töffarar. Geggjað að vera hluti af þessu liði.“ Björgvin endaði með 12 varin skot í leiknum og var verðskuldað valinn besti maður leiksins. Splendid demonstration from Iceland 👏👏𝙂𝙧𝙪𝙣𝙙𝙛𝙤𝙨 𝙋𝙡𝙖𝙮𝙚𝙧 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝙈𝙖𝙩𝙘𝙝 ⭐️ Björgvin Pall Gustavsson ⭐️#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/yhg7tA4qOz— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Hann sagðist gleðjast yfir eigin frammistöðu en gaf Viktori Gísla mikið hrós fyrir sína frammistöðu hingað til. „Ég er hérna til að spila, auðvitað er ég tilbúinn að bakka Viktor upp af bekknum. Hann er búinn að vera frábær og okkar besti markmaður. “ Björgvin átti frábæran kafla undir lok leiks á sama tíma og sóknarleikur Íslands small saman og liðið skoraði sex mörk í röð. „[Mér leið] bara ógeðslega vel, þetta var léttir í bland við geðshræringu. Það opnaðist eldjfall hjá okkur, þetta var eldfjall sem við vildum sjá opnast. Ég var bara í spennufalli með nokkrar mínútur eftir, búinn að eyða rosa orku í þetta. Það er svo mikill vilji, mikið hjarta í þessu hóp.“ Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað 10 leikjum og einu sinni náð jafntefli. „Ég frétti það einmitt að það hefði gengið illa [að vinna Króata]. Þetta er rosaleg handboltaþjóð og það erfitt að kæfa þá, þeir koma alltaf aftur en við náðum því. Það sýnir ansi mikinn styrk“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál Viðtalið allt við Björgvin Pál má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Íslenska landsliðið vann gegn Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði fyrsta sigurinn í milliriðlinum. 22. janúar 2024 16:00