Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 17:55 Kristian Nökkvi í leik dagsins. ANP/Getty Images Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23