„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 13:44 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37