Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 19:40 Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í rumar þrjár vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs. Vísi/Vilhelm Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. Mbl greinir frá þessu en í frétt þeirra segir að kæran hafi verið lögð fram af lögmanni á miðvikudag og að hún beinist aðallega að einum mótmælanda. Ekki kemur fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af. Færslan hefur verið vélþýdd úr arabísku yfir á ensku og hljóðar svo gróflega þýdd á íslensku: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá Lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons, sonum apa og svína.“ Mbl fullyrðir að síðustu orð fræslunnar séu úr Kóraninum. Skjáskotið sem Mbl birtir af færslunni. Samkvæmt fréttinni fylgir skjáskotið af færslunni með kærunni og fleiri af álíkum toga sem mbl birtir þó ekki. Þá er fullyrt í fréttinni að svipuð ummæli hafi verið birt af félögum mannsins sem tjaldað hafa á Austurvelli. Að sögn lögfræðings kærandans brjóti ummælin gegn 233. grein hegningarlaga. Önnur ummæli mannsins og félaga hans sé ekki hægt að skilja öðruvísi en sem „hótanir um að fremja refsiverða verknaði, sem séu til þess fallnar að vekja hjá öðrum ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra.“ Því sé líka kært fyrir þau ummæli. Þá segir í grein mbl að kærandinn hafi óskað eftir því að meðferð kærunnar verði hraðað sérstaklega vegna þess að hinir kærðu hafi birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. Palestína Tjáningarfrelsi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Mbl greinir frá þessu en í frétt þeirra segir að kæran hafi verið lögð fram af lögmanni á miðvikudag og að hún beinist aðallega að einum mótmælanda. Ekki kemur fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af. Færslan hefur verið vélþýdd úr arabísku yfir á ensku og hljóðar svo gróflega þýdd á íslensku: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá Lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons, sonum apa og svína.“ Mbl fullyrðir að síðustu orð fræslunnar séu úr Kóraninum. Skjáskotið sem Mbl birtir af færslunni. Samkvæmt fréttinni fylgir skjáskotið af færslunni með kærunni og fleiri af álíkum toga sem mbl birtir þó ekki. Þá er fullyrt í fréttinni að svipuð ummæli hafi verið birt af félögum mannsins sem tjaldað hafa á Austurvelli. Að sögn lögfræðings kærandans brjóti ummælin gegn 233. grein hegningarlaga. Önnur ummæli mannsins og félaga hans sé ekki hægt að skilja öðruvísi en sem „hótanir um að fremja refsiverða verknaði, sem séu til þess fallnar að vekja hjá öðrum ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra.“ Því sé líka kært fyrir þau ummæli. Þá segir í grein mbl að kærandinn hafi óskað eftir því að meðferð kærunnar verði hraðað sérstaklega vegna þess að hinir kærðu hafi birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum.
Palestína Tjáningarfrelsi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira