„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 18:47 Arndís gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega, fyrir færslu sem hann birti á Facebook í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41