Ótrúlegur endasprettur og Danir komnir langleiðina í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2024 21:14 Mathias Gidsel skoraði tíu fyrir Dani í kvöld. Stuart Franklin/Getty Images Danir stigu stórt skref í átt að undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta er liðið vann eins marks sigur gegn Svíum í kvöld, 28-27. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira