Máttu ekki segja konu upp vegna grófra hótana barnsföður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 18:41 Fram kemur í dómi Landsréttar að fyrirtækið sem um ræðir starfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í Reykjavík hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni laun á uppsagnafresti og miskabætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Konan hafi ekki getað borið ábyrgð á grófum hótunum barnsföður síns í garð samstarfsmanns hennar. Landsréttur kollvarpaði fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Forsaga málsins er sú að konan tilkynnti kynferðislega áreitni samstarfsmanns til framkvæmdastjóra fyrirtækisins í ársbyrjun 2020. Hún hefði verið áreitt í heimapartýi starfsmanna að lokinni jólaskemmtun fyrirtækisins í desember. Að lokinni ráðgjöf féllust konan og samstarfsmaðurinn á að undirrita samskiptasamning í þeim tilgangi að gera þeim kleyft að starfa saman, tala opinskátt og treysta hvort öðru. Ekki mætti ræða efni samkomulagsins við aðra á vinnustaðnum eða utanaðkomandi. Gekk það vel í þrettán mánuði að sögn beggja. Brjóta öll fokking bein... Um miðjan apríl 2021 bárust samstarfsmanninum hótun frá barnsföður konunnar í formi talskilaboða. „Þú varst að fokka svo feitt í barnsmóður minni. Þú veist ... ég ætla að gefa þér fokking séns af því að ég er ... þú veist ... búinn að þekkja þig í svo mörg ár, en ... þú veist... þú ert að fara að borga einhverja feita sekt eða ég er að fara að láta ... þú veist þú veist ... einhvern brjóta öll fokking bein í fokking líkamanum á þér, skilurðu mig? Ég verð í bandi.“ Starfsmaðurinn upplýsti framkvæmdastjórann um hótunina og kölluðu konuna á fund 19. apríl. Var niðurstaða fundarins að hafa samband við fyrri ráðgjafa og fá þá til að aðstoða við málið. Nokkrum klukkustundum síðar barst starfsmanninum önnur hótun í textaskilaboðum frá barnsföðurnum. Mynd af rottu og vísun í að með því að klaga fyrri hótun hefði hann tvöfaldað sekt sína. Reyndist dæmdur ofbeldismaður Töldu forsvarsmenn fyrirtækisins ljóst að konan hefði upplýst barnsföður sinn um það sem rætt var á fundinum. Þannig hefði konan brotið gegn trúnaðarskyldum sínum. Ófremdarástand hafi verið komið upp á vinnustaðnum vegna hótananna. Við netleit hafi komið í ljós að barnsfaðirinn var dæmdur ofbeldismaður. Þá hafi konan verið skráð í samband með barnsföður sínum á Facebook. Starfsmaðurinn hafi farið í felur af ótta við að barnsfaðirinn fylgdi hótunum sínum eftir. Að auki kom fram í framburði forsvarsmannanna að þeir hefðu skipt um læsingar á huruðum á vinnustaðnum af ótta við að ofbeldismaðurinn mætti þangað. Töldu þeir ekki annað í stöðunni en að rifta ráðningarsamningi við konuna og var henni sagt upp bréfleiðis. Þar kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði brotið samskiptasamninginn þar sem barnsfaðirinn hefði efnt til hótana vegna atviksins í desember 2019. Þá var vísað til þess að eftir fundinn 19. apríl hafi hótanirnar haldið áfram sem hafi gert málið enn alvarlegra. Hótanir yfir sumarið Kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði veitt barnsföður sínum upplýsingar um efni fundarins og í því hefði falist gróft trúnaðarbrort. Hún hefði gerst sek um mjög alvarlegt brot í starfi og og skýringar hennar á hótunum barnsföður ófullnægjandi og haldslausar með öllu, sérstaklega þar sem hún væri nú í sambandi með barnsföður sínum. Hótanirnar héldu áfram á meðan konan fór í kjölfar uppsagnar í þriggja mánaða ferðalag með barnsföður sínum. Fjórum sinnum hafði barnsfaðirinn samband við samstarfsmann konunnar og hótaði honum meðal annars að nauðga eiginkonu hans og börnum. Konan sagðist hafa sagt barnsföður sínum frá meintri áreitni í kjölfar atviksins 2019 og um leið að hann þekkti samstarfsmann hennar úr æsku. Hún hafi ekki sagt honum nafn mannsins fyrr en barnsfaðir hennar heimsótti hana um miðjan apríl 2021. Í kjölfarið barst fyrsta hótunin. Þá hefði hún hringt í barnsföður sinn í kjölfar fundarins 19. apríl og beðið hann um að láta af hótunum. Grín að skrá sig í samband Konan neitaði því að hafa verið í sambandi með barnsföður sínum á þessum tíma. Þau hefðu verið skráð í samband á Facebook í gríni. Þá hefði hún ekki vitað af hótunum barnsföður síns á þriggja mánaða ferðalagi þeirra. Héraðsdómur sýknaði fyrirtækið og taldi að konan hefði borið ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hefði sent umræddar hótanir með því að hafa rætt atvikið við hann, upplýst um nafn samstarfsmannsins og greint frá efni fundarins 19. apríl. Landsréttur sá málið allt öðrum augum. Bréf fyrirtækisins þar sem ráðningarsamningnum var rift hafi borið með sér að ákvörðunin hefði verið reist á því að konan hefði með einhverjum þætti borið ábyrgð á þeim hótunum sem barnsfaðir hennar hafði uppi. Hótanir barnsföður ekki á ábyrgð konunnar Konan óskaði eftir því í kjölfar fundarins 19, apríl 2021 að barnsfaðir hennar léti af hótunum sínum. Hann hafi ekki orðið við þeim tilmælum heldur haldið þeim áfram. Landsréttur taldi fyrirtækið hvorki hafa sannað að konan hafi hvatt barnsföður sinn til hótana né með öðrum hætti borið ábyrgð á þeim.. Þótt fyrirtækið hafi metið það svo að hótanirnar hafi leitt til þess að starfsmönnum fyrirtækisins stæði ógn af barnsföðurnum og það hefði slæm áhrif á starfsemi fyrirtækisins hafi það ástand ekki verið á ábyrgð konunnar. Þar breyti engu þótt hún hafi átt í samskiptum við barnsföður sinn og upplýst hann um hver hún teldi hafa áreitt hana kynferðislega. Landsréttur gat ekki fallist á að sú háttsemi konunnar, að biðja barnsföður sinn að láta af hótunum, hafi falið í sér brot á starfsskyldum. Var riftun ráðningarsamningins því dæmd ólögmæt. Var fyrirtækið dæmt til að greiða konunni 3,3 milljónir króna í laun á uppsagnarfresti auk einnar milljónar króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan tilkynnti kynferðislega áreitni samstarfsmanns til framkvæmdastjóra fyrirtækisins í ársbyrjun 2020. Hún hefði verið áreitt í heimapartýi starfsmanna að lokinni jólaskemmtun fyrirtækisins í desember. Að lokinni ráðgjöf féllust konan og samstarfsmaðurinn á að undirrita samskiptasamning í þeim tilgangi að gera þeim kleyft að starfa saman, tala opinskátt og treysta hvort öðru. Ekki mætti ræða efni samkomulagsins við aðra á vinnustaðnum eða utanaðkomandi. Gekk það vel í þrettán mánuði að sögn beggja. Brjóta öll fokking bein... Um miðjan apríl 2021 bárust samstarfsmanninum hótun frá barnsföður konunnar í formi talskilaboða. „Þú varst að fokka svo feitt í barnsmóður minni. Þú veist ... ég ætla að gefa þér fokking séns af því að ég er ... þú veist ... búinn að þekkja þig í svo mörg ár, en ... þú veist... þú ert að fara að borga einhverja feita sekt eða ég er að fara að láta ... þú veist þú veist ... einhvern brjóta öll fokking bein í fokking líkamanum á þér, skilurðu mig? Ég verð í bandi.“ Starfsmaðurinn upplýsti framkvæmdastjórann um hótunina og kölluðu konuna á fund 19. apríl. Var niðurstaða fundarins að hafa samband við fyrri ráðgjafa og fá þá til að aðstoða við málið. Nokkrum klukkustundum síðar barst starfsmanninum önnur hótun í textaskilaboðum frá barnsföðurnum. Mynd af rottu og vísun í að með því að klaga fyrri hótun hefði hann tvöfaldað sekt sína. Reyndist dæmdur ofbeldismaður Töldu forsvarsmenn fyrirtækisins ljóst að konan hefði upplýst barnsföður sinn um það sem rætt var á fundinum. Þannig hefði konan brotið gegn trúnaðarskyldum sínum. Ófremdarástand hafi verið komið upp á vinnustaðnum vegna hótananna. Við netleit hafi komið í ljós að barnsfaðirinn var dæmdur ofbeldismaður. Þá hafi konan verið skráð í samband með barnsföður sínum á Facebook. Starfsmaðurinn hafi farið í felur af ótta við að barnsfaðirinn fylgdi hótunum sínum eftir. Að auki kom fram í framburði forsvarsmannanna að þeir hefðu skipt um læsingar á huruðum á vinnustaðnum af ótta við að ofbeldismaðurinn mætti þangað. Töldu þeir ekki annað í stöðunni en að rifta ráðningarsamningi við konuna og var henni sagt upp bréfleiðis. Þar kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði brotið samskiptasamninginn þar sem barnsfaðirinn hefði efnt til hótana vegna atviksins í desember 2019. Þá var vísað til þess að eftir fundinn 19. apríl hafi hótanirnar haldið áfram sem hafi gert málið enn alvarlegra. Hótanir yfir sumarið Kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði veitt barnsföður sínum upplýsingar um efni fundarins og í því hefði falist gróft trúnaðarbrort. Hún hefði gerst sek um mjög alvarlegt brot í starfi og og skýringar hennar á hótunum barnsföður ófullnægjandi og haldslausar með öllu, sérstaklega þar sem hún væri nú í sambandi með barnsföður sínum. Hótanirnar héldu áfram á meðan konan fór í kjölfar uppsagnar í þriggja mánaða ferðalag með barnsföður sínum. Fjórum sinnum hafði barnsfaðirinn samband við samstarfsmann konunnar og hótaði honum meðal annars að nauðga eiginkonu hans og börnum. Konan sagðist hafa sagt barnsföður sínum frá meintri áreitni í kjölfar atviksins 2019 og um leið að hann þekkti samstarfsmann hennar úr æsku. Hún hafi ekki sagt honum nafn mannsins fyrr en barnsfaðir hennar heimsótti hana um miðjan apríl 2021. Í kjölfarið barst fyrsta hótunin. Þá hefði hún hringt í barnsföður sinn í kjölfar fundarins 19. apríl og beðið hann um að láta af hótunum. Grín að skrá sig í samband Konan neitaði því að hafa verið í sambandi með barnsföður sínum á þessum tíma. Þau hefðu verið skráð í samband á Facebook í gríni. Þá hefði hún ekki vitað af hótunum barnsföður síns á þriggja mánaða ferðalagi þeirra. Héraðsdómur sýknaði fyrirtækið og taldi að konan hefði borið ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hefði sent umræddar hótanir með því að hafa rætt atvikið við hann, upplýst um nafn samstarfsmannsins og greint frá efni fundarins 19. apríl. Landsréttur sá málið allt öðrum augum. Bréf fyrirtækisins þar sem ráðningarsamningnum var rift hafi borið með sér að ákvörðunin hefði verið reist á því að konan hefði með einhverjum þætti borið ábyrgð á þeim hótunum sem barnsfaðir hennar hafði uppi. Hótanir barnsföður ekki á ábyrgð konunnar Konan óskaði eftir því í kjölfar fundarins 19, apríl 2021 að barnsfaðir hennar léti af hótunum sínum. Hann hafi ekki orðið við þeim tilmælum heldur haldið þeim áfram. Landsréttur taldi fyrirtækið hvorki hafa sannað að konan hafi hvatt barnsföður sinn til hótana né með öðrum hætti borið ábyrgð á þeim.. Þótt fyrirtækið hafi metið það svo að hótanirnar hafi leitt til þess að starfsmönnum fyrirtækisins stæði ógn af barnsföðurnum og það hefði slæm áhrif á starfsemi fyrirtækisins hafi það ástand ekki verið á ábyrgð konunnar. Þar breyti engu þótt hún hafi átt í samskiptum við barnsföður sinn og upplýst hann um hver hún teldi hafa áreitt hana kynferðislega. Landsréttur gat ekki fallist á að sú háttsemi konunnar, að biðja barnsföður sinn að láta af hótunum, hafi falið í sér brot á starfsskyldum. Var riftun ráðningarsamningins því dæmd ólögmæt. Var fyrirtækið dæmt til að greiða konunni 3,3 milljónir króna í laun á uppsagnarfresti auk einnar milljónar króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira