Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. janúar 2024 18:37 „Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ arnar halldórsson Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“
Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira