Sveinn Aron hefur verið hjá sænska liðinu Elfsborg frá árinu 2021 þegar hann kom frá Spezia á Ítalíu en síðan þá hefur hann skorað átján mörk fyrir liðið, gefið þrjár stoðsendingar og spilað í heildina 79 leiki. Hansa Rostock er sem stendur í sextánda sæti í næstu efstu deild Þýskalands.
Sveinn Aron er sem stendur í læknisskoðun hjá þýska félaginu en eftir hana verður hann tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins en Elfsborg og Hansa hafa náð samkomulagi.