Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir Hjálmur Sigurðsson hjá Ístaki að mælingar hafi staðið yfir í gær enda séu hraunflæðilíkön sem unnið var með ekki lengur gild eftir gosið á sunnudag. Á meðan unnið sé úr þeim gögnum verði beðið með frekari framkvæmdir við garðana.
Hann segir verktakana þó ekki standa aðgerðarlausa, verið sé að vinna við stofnlögn kalda vatnsins en hluti hennar fór undir hraun í gosinu og þá eru framkvæmdir í gangi við nýjan veg frá varnargörðunum austast og inn á Bláa-lóns veginn vestan við lónið.