Handbolti

Valur rústaði Haukum í toppslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
420444920_10159343765847447_5158914150447864620_n
vísir / anton brink

Valur gerði sér lítið fyrir og vann 30-19 gegn Haukum í toppslag Olís deildar kvenna. Eftir jafnan leik lengst af hrundi Haukaliðið og skoraði aðeins eitt mark síðustu tuttugu mínútur leiksins.  

Það var hart barist frá upphafsflauti á Hlíðarenda og liðin skiptust jafnt á mörkum fyrstu mínúturnar. Valskonur unnu sér inn smá andrými eftir tíu mínútna leik þegar þær komust tveimur mörkum yfir.

Haukar eltu og klukkuðu svo Val loksins á 26. mínútu þegar þær jöfnuðu í 13-13, en Valur svaraði vel með tveimur mörkum sem þær héldu þar til hálfleiksflautið gall í stöðunni 18-16.

vísir / anton brink

Fljótlega í seinni hálfleiknum tók Valur algjörlega völdin í leiknum. Tveimur mörkum munaði enn milli liðanna á 40. mínútu en Valskonur tóku sig þá til og skoruðu átta í röð. 

Haukum tókst ekki að koma boltanum í netið frá 40.–59. mínútu en settu eitt sárabótamark undir lokin og töpuðu með 11 mörkum í stað 12. 

vísir / anton brink

Tvö stig skildu liðin að fyrir leik en nú eru þau fjögur. Valur í fyrsta sæti með 24 stig og Haukar með 20 stig í öðru sætinu. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór að venju mikinn í liði Vals og skoraði 11 mörk. Elín Klara varð markahæst hjá Haukum með 8 mörk.

Haukar fundu engar lausnir við ógnarsterkri vörn Vals. vísir / anton brink
vísir / anton brink
vísir / anton brink
vísir / anton brink

Tveir aðrir leikir voru samtímis á dagskrá í kvöld. ÍR lenti undir en vann sig til baka og endaði á 24-21 sigri gegn Stjörnunni. Afturelding vann svo 23-13  gegn neðsta liði deildarinnar, Þór/KA.


Tengdar fréttir

Fram fagnaði feykisterkum sigri gegn ÍBV

Fram vann örugglega, 31-22, þegar ÍBV heimsótti þær í fyrsta leik 13. umferðar Olís deildar kvenna. Liðin sitja í 3. og 4. Sæti deildarinnar með 18 og 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×