Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 18:45 Frá hægri: Sigurður Örn, Edda Björk, og Hildur Sólveig. Samsett Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins.
Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30