„Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:37 Snorri Steinn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust inn í milliriðil en það var ljóst áður en flautað var til leiks að bæði Ísland og Ungverjaland væru komin áfram í milliriðil. Snorri Steinn átti líkt og Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, fá svör við spilamennsku Íslands í síðari hálfleik. „Maður verður vanmáttugur í þannig stöðu. Það sem var að virka í fyrri var engan veginn til staðar. Ákefðin í varnarleiknum var ekki til staðar, þeir skora fyrir utan og af línu. Svo bætast náttúrulega við tapaðir boltar, dauðafæri fóru forgörðum og ég gæti haldið endalaust áfram. Eðlilega missa menn móðinn, það breytir því ekki að frammistaðan var mjög léleg.“ Snorri Steinn hefur rúllað vel á liðinu á mótinu og var spurður hvort það gæti haft áhrif á að menn ættu erfitt með að finna taktinn. „Það kann vel að vera, ég vil rúlla á liðinu og dreifa álaginu. Eigum fjóra leiki eftir og ég treysti þessum strákum til að koma inn á, þeir geta það vel. Ég tek það bara á mig ef það er skýringin. Þetta er mitt upplegg og það klikkaði í dag. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Ungverjaleik Um milliriðilinn „Getur lagst niður og vorkennt sjálfum þér eða rifið þig í gang og gert betur. Mjög lélegt en alvöru menn svara fyrir það og mæta eins og menn í næsta leik. Er samt hundfúlt, leiðinlegt og stemningin eftir því.“ „Maður er aðeins boginn eftir svona frammistöðu, það segir sig sjálft. Ég er þjálfari liðsins og þarf að rífa menn upp sem og finna lausnir. Næstu sólahringar fara í það,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust inn í milliriðil en það var ljóst áður en flautað var til leiks að bæði Ísland og Ungverjaland væru komin áfram í milliriðil. Snorri Steinn átti líkt og Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, fá svör við spilamennsku Íslands í síðari hálfleik. „Maður verður vanmáttugur í þannig stöðu. Það sem var að virka í fyrri var engan veginn til staðar. Ákefðin í varnarleiknum var ekki til staðar, þeir skora fyrir utan og af línu. Svo bætast náttúrulega við tapaðir boltar, dauðafæri fóru forgörðum og ég gæti haldið endalaust áfram. Eðlilega missa menn móðinn, það breytir því ekki að frammistaðan var mjög léleg.“ Snorri Steinn hefur rúllað vel á liðinu á mótinu og var spurður hvort það gæti haft áhrif á að menn ættu erfitt með að finna taktinn. „Það kann vel að vera, ég vil rúlla á liðinu og dreifa álaginu. Eigum fjóra leiki eftir og ég treysti þessum strákum til að koma inn á, þeir geta það vel. Ég tek það bara á mig ef það er skýringin. Þetta er mitt upplegg og það klikkaði í dag. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Ungverjaleik Um milliriðilinn „Getur lagst niður og vorkennt sjálfum þér eða rifið þig í gang og gert betur. Mjög lélegt en alvöru menn svara fyrir það og mæta eins og menn í næsta leik. Er samt hundfúlt, leiðinlegt og stemningin eftir því.“ „Maður er aðeins boginn eftir svona frammistöðu, það segir sig sjálft. Ég er þjálfari liðsins og þarf að rífa menn upp sem og finna lausnir. Næstu sólahringar fara í það,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira