Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 13:36 Frá aðgerðum í apríl á síðasta ári. Páll Ketilsson Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA
Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira