Diouf reyndi að róa brjálaðan Onana niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 16:00 El-Hadji Diouf reynir að róa André Onana niður. André Onana, markvörður Manchester United, var afar ósáttur að vera utan hóps þegar Kamerún mætti Gíneu á Afríkumótinu í gær. Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira