Diouf reyndi að róa brjálaðan Onana niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 16:00 El-Hadji Diouf reynir að róa André Onana niður. André Onana, markvörður Manchester United, var afar ósáttur að vera utan hóps þegar Kamerún mætti Gíneu á Afríkumótinu í gær. Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn