Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 17:09 Hrannar segir atburði dagsins súrealíska. Framtíðarheimili fjölskyldunnar eru nú rústir einar. Vísir/Sigurjón Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira