„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. „Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira