Skrítið að vakna við fréttir um að húsið sé að fara undir hraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:29 Gróðurhús ORF í Grindavík er stuttu frá hraunjaðrinum. Forstjórinn Berglind Rán Ólafsdóttir segir skrítið að sjá hraunið renna í átt að húsinu. Vísir/Vilhelm Forstjóri líftæknifyrirtækisins ORF segir skrítið að hafa vaknað við þær fréttir í morgun að hraun rynni í átt að gróðurhúsi fyrirtækisins fyrir ofan Grindavík. Það komi honum þó ekki alveg á óvart, enda sitji húsið á sprungunni sem klýfur bæinn. „Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19
„Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17
Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16