Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2024 20:31 Ólöf Ýrr Atladóttir, annar eigandi ferðafyrirtækisins Sóti Summits á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira