„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson heldur ófrýnilegur á svip í leiknum við Serba. Hann vill meira frá sínum mönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það. „Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
„Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira