„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson heldur ófrýnilegur á svip í leiknum við Serba. Hann vill meira frá sínum mönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það. „Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
„Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik