Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:57 Allri starfsemi í bænum verður einnig hætt. Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira