„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 18:57 Fyrirliðinn steig upp á stærstu stundu fyrir liðið. Vísir / Vilhelm Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. „Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01