Veður

Skýjað að mestu og lítils­háttar skúrir eða slyddu­él

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrripart næstu viku gera spár ráð fyrir að kalt heimskautaloft streymi yfir okkur úr norðri.
Fyrripart næstu viku gera spár ráð fyrir að kalt heimskautaloft streymi yfir okkur úr norðri. Vísir/Vilhelm

Regnsvæðið sem gekk yfir landið í gær er nú statt yfir austasta hluta landsins og stefnir áfram ákveðið til austurs og verður komið út af landinu þegar líður á morguninn.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag sé útlit fyrir vestan fimm til þrettán metra á sekúndu.

„Skýjað að mestu og lítilsháttar skúrir eða slydduél, en á Suðausturlandi og Austfjörðum ætti að verða bjart veður þegar kemur fram á daginn. Hiti 0 til 5 stig.

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum og dálítil él í flestum landshlutum. Kólnar heldur í veðri.

Fyrripart næstu viku gera spár ráð fyrir að kalt heimskautaloft streymi yfir okkur úr norðri. Þá má búast við éljum eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnantil,“ segir í tilkynningunni.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum og dálítil él í flestum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.

Á sunnudag: Norðan og norðaustan 5-13. Bjart með köflum vestantil, en él á austanverðu landinu. Kólnandi veður.

Á mánudag: Norðlæg átt 3-8, en 8-13 við austurströndina. Lítilsháttar él á norðaustanverðu landinu, annars víða þurrt og bjart veður. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu á norðurhelmingi landsins, en léttskýjað sunnantil. Frost 4 til 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×