Suðurlandið heldur uppi merki Íslands á Wodapalooza mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 14:01 Íslenski hópurinn á Wodapalooza. Talið frá vinstri: Breki Þórðarson, Tindur Eliasen, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson. Bergrós Björnsdóttir og Eggert Ólafsson þjálfari. @brekibjola Ísland á þrjá flotta keppendur í meistaraflokki á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í ár, einn í einstaklingskeppninni og tvo í liðakeppni og þeir eiga eitt sameiginlegt. Að auki keppa síðan tveir aðrir Íslendingar á mótinu. Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sjá meira
Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sjá meira