Erlendir fjölmiðlar segja Canto hafa látist af völdum krabbameins í ristli.
Canto fór með hlutverk aðalpersónunnar Arman Morales í þáttunum The Cleaning Lady í fyrstu tveimur þáttaröðunum, en hann gat ekki tekið þátt í tökum á þriðju þáttaröðinni vegna veikinda.
Caton fæddist í Mexíkó en ólst upp í Texas í Bandaríkjunum. Hann reyndi ungur að árum fyrir sér í tónlist en vakti svo athygli sem leikari í dramaþáttum Kevin Williamson, The Following, árið 2013.
Í þáttunum Designated Survivor, sem skartaði Kiefer Sutherland í aðalhlutverki, fór Canto með hlutverk Aaron Shore, varaforsetaefnis persónu Sutherlands.
Canto fór einnig með hlutverk í fjölda kvikmynda, meðal annars sem Sunspot í X-Men: Days of Future Past og svo í kvikmyndum á borð við 2 Hearts, Bruised, sem var frumraun Halle Berry sem leikstjóri, og Agent Game.