Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 07:37 Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að Sjálfstæðismenn telji sér ekki skylt að verja Svandísi vantrausti. „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46
Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36